14.4.09

Á kvartaldar afmæli Hugleiksins

ókum við úr norðrinu. Öll fjölskyldan kemst enn léttilega í beyglaða bílinn svo áhyggjurnar sem við höfðum þegar fimmti meðlimurinn bættist í hópinn, um að kannske þyrftum við steisjon, hafa greinilega verið byggðar á ofmati. Eins og svo margt á því herrans ári 2007.

Og Sjálfstæðisflokkurinn vinnur bara fyrir hæstbjóðanda. Á maður eitthvað að þykjast vera hissa? Samt gaman að þjóðin skuli loxins sameinast um að vera hneyxluð á þessu. En ég hef verið að velta fyrir mér einu. Sé maður Sjálfstæðismaður, (þá meina ég nýfrjálshygginn, ekki gamalíhald) og les Harry Potter, heldur maður þá ekki instínktíft með Draco Malfoy og pabbans og hinum slísurunum í Slytherin? (Þessa vangaveltu skilja líklega aðeins innvígðir Potterarar.)
Éld Rowling hljóti að vera gólandi kommúnisti.

En nú er útlit fyrir að restin af sæmilega huxandi fólki hætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og þá er best að maður hætti að tjá sig um hann.

Sérstaklega þar sem Hugleikurinn minn á nú afmæli og svona. Í dag eru sumsé 25 ár frá frumsýningu Bónorðsfarar Magnúsar Grímssonar sem var fyrsta sýning félagsskapar þess er kallaði sig (og gerir enn) Hugleik. Hálfpartinn í hausinn á syni eins stofnfélagans sem gerði síðan öllum þann óleik, löngu síðar, að fara að skrifa leikrit og rugla alla í ríminu.

Sem sagt, til hamingju Hugleikur. (Bara Ingibjargar- en ekki Dagsson.)

1 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

Þetta er skemmtileg pæling með pólitíkina í Potter. Slyðrínar eru augljóslega hægri sinnaðir fasistar, Húffelpúffar eru augljóslega sósjalistar, Dyffindor má kannski líta á sem íhaldssama krata, þar sem lögð er áhersla á riddaramennsku og hugrekki þar sem allir fá tækifæri en þó með dassi af einstaklingshyggju og uppreisnaranda. Hrafnaklóin er erfiðari, kannski menntað einveldi í anda Platóns?