29.3.10

Dagurinn eftir fermingu

og ég veit ekki hvað ég er að þykjast í vinnunni. Nema þá helst til þess að komast í íþróttir í hádeginu. Sem er gríðarlega mikilvægt eftir ofát gærdagsins og fyririggjandi klárun á tertuafgöngum sem líklega ná fram að fermingarveislu 2 sem verður á laugadaginn.

Og ég er ekki að nenna að tjá mig um pólitík. Einu sinni. Og er þá ýmsu viðbrugðið enda sosum alveg af mörgu að taka. Ekkert skemmtilegt að smala köttum, en af tvennu illu samt betra að stjórnmálamenn leitist við að hafa sjálfstæðar skoðanir og beita gagnrýnu hugarfari frekar en að fylgja forystusauðunum fram að hengifluginu, eins og við höfum nýskeð reynd. Ég fæ klígju þegar talað er um að menn eigi að "ganga í takt", "fylgja flokkslínum" og "spila í liði" í pólitík. Það er uppskriftin af því að allt fari til fjandans. Sko, nennti pólitík.

Svo varð uppi heilmikið moildviðri á Eyjunni fyrir helgina vegna þess að haft var eftir Stígamótakonunni "að íslenskir karlmenn yrðu bara að sætta sig við að konur væru ekki til sölu."
Þetta þóttu mér nú bara afar kúl ummæli. Held reyndar að flestallir karlmenn íslenski viti þetta ósköp vel en einhverjum sem þykjast lausir við þann misskilning að kvenlíkamar séu söluvara þótti ómaklega að sér vegið. Hvers vegna er ég eiginlega ekki að fatta. Ýmsum og verri alhæfingum er nú fleygt um kvenþjóðina, eiginlega þannig að það væri alveg til að æra óstöðugan ef maður ætlaði að fara úr gengjunum í hvert sinn sem maður heyrir eitthvað kjaftæði um hvernig "konur" eru, hvað þær hugsa, halda, eða hafa áhuga á. Svo, bara, get a gripp...
Sko, meiri samfélagsumræða!

Nú er ég hætt og farin í kellingaleikfimi.

Engin ummæli: