4.4.10

Ammliiii!

Þennan dag upprisunnar heiðra ég með því að eiga afmæli. Er í dag 36 ára. Hvorki meira né minna.

Það er nú kúl. Hægt að taka heila kvaðratrót af því og svona. Næstum jafnkúl og prímtöluafmæli. Sem er til dæmis á næsta ári.

Annars var seinni hálfleikur fermingarveislu haldinn í gær. Unglingurinn orðin talsvert fjáðari en honum er hollt. Gaman verður nú að rífast við hann um í hvað hann fær að eyða peningunum... Strax farin að hlakka gífurlega til.

Páskunum hefur sumsé verið varið í höfuðstað Norðurlands hvar við höfum dvalið í orlofsíbúð ásamt foreldrum mínum. Þau hafa ammast og afast eins og égveitekkihvað svo við höfum haft það nokkuð rólegt. Meðal annars verið netlaus sem er alltaf spes.

Nú erum við stödd á óðli feðra Rannsóknarskipsins hvar páskalambið mun snætt von bráðar.

Á morgun verður svo lagt land undir hjól og haldið aftur heim til Borgar Óttans.

1 ummæli:

Árný sagði...

Til hamingju með þetta allt saman!