8.3.10

Fór í bústað um helgina og ætlaði aldeilis að skrifa leikrit. En það bara var ekki að gerast. Allt sem ég reyndi að fatta uppá var andlaust og leiðinlegt. Og ég þurfti alltaf ótæpilega að fara að leggja mig, lesa Agöthu Chistie og sofa slatta. Entist ekki nokkurn skapaðan hlut á kvöldin heldur. Gerði sem sagt hreint ekki neitt, til gagns né ógagns.

Í gær var sunnudagssíðdegið í óvenjumikilli röð og reglu, eitthvað. Ég nennti að pakka í leikskólatöskur og íþróttatösku fyrir sjálfa mig snemmsíðdegis, í stað þess að vakna upp við vondan draum klukkan 11, eins og er orðin lenska. Mætti síðan með fítonskrafti í vinnuna í morgun og hreinsaði upp allan fjárann af tiltölulega einföldum málum sem ég var búin að vera að ýta á undan mér ótrúlega lengi. Mætti í leikfimi í hádeginu, bara almennt í góðu stuði.

Er sumsé orðin of stjúpid til að fatta þegar ég er þreytt.

1 ummæli:

Ásta sagði...

Stundum gerir maður mest gagn með því að slappa almennilega af.