Alþingi er óstarfhæft, eins og það er skipað.
Eftir niðurstöður Rannsóknarskýrslu Alþingis þurfa allir að víkja sem:
1. Eru skuldugir við bankana og/eða samfélagið upp á meira en ca. 50 milljónir, í gegnum sjálfa sig, fyrirtæki sína, maka eða nánustu fjölskyldu. Fólki sem er í svo miklum persónulegum fjárhagsvanda er ekki treystandi til að taka hag almennings fram yfir eigin (eða fjölskyldu sinnar) í mikilvægum ákvörðunum sem löggjafarvaldið stendur nú frammi fyrir.
2. Sitja á Alþingi eftir að hafa þegið háa styrki frá stórfyrirtækjum í kosningabaráttu sína. Það að menn sitji á Alþingi sem fulltrúar almennings en ekki stórfyrirtækja verður að vera hafið yfir allan vafa.
3. Hafa setið í ríkisstjórnum undanfarinna 10 ára, eða svo, og/eða komu að einkavæðingu bankanna. Sama í hvaða flokki þeir voru þá, eru nú, eða ætla að vera í framtíðinni.
4. Eiga hagsmuna að gæta í viðskiptalífinu. M.ö.o., Alþingi verður að vera skipað venjulegum launaþrælum EINGÖNGU þegar fyrir liggur það verkefni að koma aftur eðlilegu regluverki á viðskiptalífið. Annars eru menn báðumegin borðsins. Fjárfestar, stjórnarmenn stórfyrirtækja, silfurskeiðalið, burt!
Og þetta er ekkert "tímabundið" og ef varamenn eru undir sömu sök seldir þarf að mjakast niður listana þangað til einhver sæmilega laus við tengsl við hin meira og minna gjaldþrota svikamillur finnst. (Þarf reyndar að fara fáránlega langt niður hjá sumum flokkum.)
Þessi viðmið þurfa að fara í lög, og í framhaldinu þarf að kjósa aftur til Alþingis, og stjórnlagaþings.
En þetta gerist ekki án átaka. Vissulega sjást bálin ekki jafnvel í íslenska sumrinu, en það þarf að fara að trufla störf Alþingis.
Þetta gengur ekkert svona.
1. maí framundan!
Byltingin lifi!
21.4.10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli