3.5.10

Auglýsingar!

Nú er langt síðan maður hefur plöggað nokkurn skapaðan hlut. En auðvitað er allur andskotinn í gangi og ekki vanþörf á að kjafta frá því öllusaman. Um helgina var aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga haldinn í Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd. Þar var gríðarlega mikið um dýrðir dásamleg óvissuferð, fantagóður fundur haldinn og á laugardagskvöldi mætti Þjóðleikhússtjóri og tilkynnti úrskurð valnefndar Þjóðleikhússins um hver væri Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins. Níu sýningar sóttu um að koma til greina. Og í þetta sinn voru það vinir mínir í Hugleik sem hrepptu hnossið fyrir sýninguna Rokk!

Umfjöllun Lárusar Vilhjálmssonar um sýninguna á Leiklistarvefnum.

Þessi niðurstaða kom Hullurum nær sem fjær í opna skjöldu svo allir urðu geypilega glaðir.

Aukinheldur, Leiklistarskúli Meginfélags Áhugaleikara Föroya hefur boðið Íslendingum að mæta frítt á þetta námskeið, svo fremi þeir komi sér sjálfir á staðinn. Um er að ræða námskeið í leikmyndahönnun hjá kalli heitir Jan Nygaard. Ég sá afraksturinn af svona námskeiði hjá honum í Færeyjum í fyrra og kynntist aðeins þessum kalli og hann er hroðalega skemmtilegur. Ef einhver hefur snefil af áhuga á leikmyndahönnun og möguleika á að fara ætti viðkomandi að DRÍFA SIG!

Svo er ótalmargt sem maður þyrfti að sjá í gangi. Leikhús, Listahátíð. Ég veit nú ekki einu sinni hvernig ég ætti að byrja á að plögga það... En ég er allavega búin að panta mér miða á þetta.

Og þá er það að reyna að gera eitthvað af viti. Fyrir liggur að ég þarf að gerast sérfræðingur í ljóðlist Saffóar á þremur vikum, sléttum.
Qua?

Engin ummæli: