Jæja, hann er að bresta á. Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga. 13 ára fyrirbæri. Gríðarlegur innblástur og upplypting andans fyrir alla sem sækja hann ár hvert, ef maður vill vera hástemmdur. Skemmtilegt, slítandi og lærdómsríkt skemmt, vilji maður halda sig við jörðina. Nú verður reyndar flutt sig um set, frá Húsabakka til Húnavalla, sem hefur í för með sér örlítið fámennari samsof í herbergjum sem mögulega dregur eitthvað úr táfýlu.
Fór í fyrra og komst að því þegar myndirnar fóru að streyma inn á Facebook að ég var orðin fe-he-heit. Núna reyni ég aftur, ári og 10 kílóum síðar, hörbalæfið og hlaupagallinn verður með í för. Sem og gítarinn hennar Gerðar, nýrstrengjaður, og gríðarlega þykk mappa með allskonar tónlist. (Og þá meina ég ALLSKONAR. Eivör, Kurt Cobain, Nancy Sinatra, Liza Minelli og allt þar á milli.) Og svo eitt eintal sem ég á að vera búin að læra... en er hreint ekki nema síður sé.
Er annars með fjölmarga langhunda í hausnum um femínisma, peningakerfið, Kambódíu, verkaskiptingu og sérhæfingu, Zeitgeist og allann fjandann og fjárann. Tjáningaþörfin er bara í einverri lægð. Eða kannski hefur hún náð nýjum hæðum. Get hreinlega ekki byrjað þar sem þetta eru orðin gríðarlega yfirgripsmikil rönt í hausnum á mér. Og það er langt í að ég hafi tíma til að skrifa þau niður. Svo menn verða bara að nota ímyndunaraflið.
Kannski kyrrist eitthvað öldurótið í kollinum við að hlusta á sjálfan sig syngja og spila í 10 daga.
Hvurveit? Veitir allavega ekkert af.
10.6.10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Nú verður reyndar flutt sig um set - Ég vona að þetta hafi átt að vera grín :)
Já, Berglind mín Steins, útpælt kjánastílbragð.
Þú myndir líklegast gráta úr hamingju ef þú sæir gullaldarmálið sem er á fræðikjaftæðinu sem ég sýni aldrei neinum. ;)
Skrifa ummæli