Fyrst í dag vaknaði ég nokkurn veginn eðlileg.
Hálfum mánuði eftir fyrsta í flensu.
Klukkan ellefu.
Búin að snúa sólahringnum alveg gjörsamlega við eins og unglingur í páskafríi.
Orðin hálfum mánuði á eftir með allt lífið, líka.
Og asnaleg af inni- og einveru.
Þá er að niðursjóða. Allt sem átti að gerast á þremur vikum þarf að gerast á einni. Ekkert víst að það verði neitt verra fyrir það.
Annars er ég með Egilsstaðaveikina. Það sem mig langar stundum að eiga heima þar. Ekki síst í kringum jólin. Ef það væri hægt myndi ég helst vilja fara austur svona í byrjun júlí, eða eftir skóla, og vera alltaf þar fram yfir áramót. Taka svo vorönnina í Hugleiknum og bænum. Samkvæmistímabilið. Eiga bara tvö heimili. Börnin ættu þá bara tvö sett af vinum og ef upp kæmi einelti eða vandamál væru þau hvortsemer alltaf alveg að fara að flytja.
(Enda, alltaf afar kúl að vera "nýr" eða "alveg að fara að flytja," eftir því sem ég best man, sem ól allan minn barnsaldur í sama húsinu.)
Akkurrekki?
Málið verður sett mjög alvarlega í nefnd þegar 40 millurnar úr lottóinu á laugardaginn verða í höfn.
19.11.10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli