21.11.10

Ofurstresskrump

Það er gífurlegt stuð að hafa kvíðaröskun. Suma daga er svo gríðarlega mikilvægt að allt sé nákvæmlega eins og maður var búinn að ÁKVEÐA og að ekkert TRUFLI mann að það er eiginlega bara best að fara í vinnuna. Aumingja fjölskyldan hefur ekkert til saka unnið. Og mamman með ofurstresskrump er hreint ekkert skemmtileg.

Það heyrast líka allskonar hljóð í kringum heimili manns á sunnudögum. Þ.e.a.s. ef maður skyldi nú heyra eitthvað fyrir börnum í leikskólafráhvörfum. Þá ætla nágrannarnir víst eitthvað að fara að voga sér að eiga líf.

Í vinnunni er hins vegar alveg grafarþögn. Allavega minni. Allt nákvæmlega eins og ÉG ÁKVEÐ að hafa það.

En það væri svo sem gaman að vera í Húsdýragarðinum... með börnin, hlaupandi í sitthvora áttina endalaust og grenjandi yfir öllu sem má ekki og öllu sem þau eru of lítil til að gera...
Nei annars. Það væri eiginlega alveg hreint ekkert gaman og ferlega heppilegt að eiginmaðurinn er haldinn Ofurstresskrumpi, heldur hefur jafnaðargeð englanna.

Ofurstresskrumpið þarf að komast út um eyrun. Það gerist ekki nema með algjörri grafarþögn.

Ég ætla að hlusta á þögnina meðan ég les.

Engin ummæli: