Komin heim með fullan haus af hori og skít. Nenni ekki að rifja upp hvað gerðist á því síðasta. Jú, við fermdum eitt barn. Hin stækkuðu. Í nóvember fékk ég hor í hausinn. Ðetts itt.
Árið hef ég semsagt á neikvæðni, fýlu og hori. En það getur þá væntanlega ekki annað en skánað. Komum frá Akureyrinni í gær. Allir hamingjusamir að komast aftur í einhverja æðislega rútínu. (Allavega ég.)
En þá er komin í gang keppnin ógurlega hjá okkur Rannsóknarskipi! Formleg vigtun hefur reyndar ekki enn farið fram. (Tími vannst ekki til í morgun þar sem við þurftum svo mikið að vekja okkur og öll börnin.) En ég er í huganum byrjuð í ógurlegri megrun samhliða gríðarlegu vítamínáti til heilsubótar og kvefniðurskurðar. Þetta bara gengur ekki svona lengur. Nú verður vítamínskápurinn étinn í heilu lagi auk þess sem fjárfest verður í heilmiklu í viðbót og kál étið í þvílíku akkorði að aðrar eins aðfarir hafa aldregi viðhafðar verið.
Þessi kvefhundur er orðinn svo langur að áramótageðvonskan er óvenjusvæsin og löng í annan endann. Ekki gott.
Annars er gott að við skulum hafa fattað uppá þessu, að láta nýtt ár byrja akkúrat þarna. Ef ekki væri þessi tilfinning fyrir einhverskonar tímamótum og nýju upphafi akkúrat núna væri veturinn nú illa leiðinlegur. En í staðinn getur maður til dæmis stefnt á að verða hoj og slank, aukinheldur glansandi af hreysti og heilbrigði þegar líður að vori!
Ætla að hitta lækni á fimmtudaginn. Og láta athuga á mér bakið. Og geðið. Og kvefið.
(Hefði kannski þurft þrjá samliggjandi tíma?)
4.1.11
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Umm.. ég nenni aldrei að éta vítamín og fæ aldrei kvef (7-9-13). Myndi frekar veðja á lækninn.
Haha!
Læknirinn sagði mér að fara heim og éta vítamínin mín!
Ég hins vegar át fæðubæti eins og hross í fyrravetur og var hann óvenjuhraustur (og mjór). Þennan veturinn slakaði ég eitthvað á í því og er bæði með raðkvef og feituna.
Svo nú er ég aftur farin að fæðubæta allan hringinn og taka til í mataræðinu.
Skrifa ummæli