Í gær fattaði ég að til þess að hætta að vera svona geðvond, geðbiluð, kvíðin og leiðinleg þyrfti ég stundum að hvíla mig. Alveg. Gera ekkert. Ekki hanga-á-Facebook-og-horfa-á-how-I-met-your-mother hvíla mig heldur gera alls ekki neitt. Ekkert. Prófaði þetta soldið í gær og er allt önnur, þegar. Sem er eins gott. Því eftirfarandi er að gerast þessa dagana:
Fékk samþykktan fyrirlestur á ráðstefnu í London. Í september.
Fékk styrk til að fara á ráðstefnu í Osaka í Japan. Áður búin að fá fyrirlestur samþykktan. Það er í ágúst. Eyddi morgninum í að reyna að bóka flug í gegnum Finnland og Tyrkland. Áhugavert.
Er að fara austur um miðjan febrúar og í framhaldi af því í rómantíska helgarferð til Edinborgar með eiginmanninum.
Helgi dauðans verður frumsýnd á laugardag.
Ljóð fyrir 9 kjóla er sýning sem ég ætla að gera fyrir einþáttungahátíð í mars.
PS. Og þegar ég var að byrja að jafna mig á ást minni á húsinu sem ég hef ekki efni á, frétti ég að Þórbergur Þórðarson bjó í því.
DAMN!
Þetta eru skitnar 10 milljónir, ha? Kúlulán? Yfirdráttur? Alveg er ég viss um að íslenskir banksterar eru að éta svoleiðis upphæðir í morgunmat. Með gulli, bara.
Jæja, farin í leikfimi.
19.1.11
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli