Það er síðasti dagur marsmánaðar. Það þýðir að Ylfa á afmæli. Til hamingju með það. Það þýðir líka að á morgun fáum við lykla að íbúðinni sem við erum að byrja að leigja, einmitt þá. Sem minnir mig á það, ég þarf að fá reikningsnúmer leigusalans svo ég geti borgað honum péning. Svakalega margt er komið ofan í kassa heima hjá mér. Langflest af því nota ég sjaldnar en aldrei. En sumt á jólunum, samt. Ég er bara í skólanum fyrir hádegi þessa vikuna, en þessutan er ég heima hjá mér að kassast.
Þetta er alltsaman ferlega random hjá mér núna. Það er mikið að gera en allt gerist alveg ferlega hægt og svona. Ég vona að ég nenni einhverju í næstu viku. Þá verð ég líka flutt til Kópavox. Það verður nú skrítið.
En svo undarlegt sem það nú er, þá finnst mér ég verða meira miðsvæðis þar. Þó ég búi núna í 101, þá er ég eiginlega úti í horni á höfuðborgarsvæðinu og úti á nesi. Það er t.a.m. líklegra að ég nenni í Gaflaraleikhúsið úr Koppavoginum. Og í heimsóknir. Nú búa ekki lengur allir í heiminum hinumegin við miðbæinn sem maður nennir ekki að keyra gegnum.
Enda vonast ég til að verða dugleg að hljóla í skólann. Það er þessi fíni hjólastígur alla leið. Sem er talsvert skemmtilegri en akstursleiðin, sem er alveg dauðans. En, samsagt. Næstu dagar fara í að færa til dót. Sem mikið til fær síðan bara að halda áfram að vera í kössum. Bara dáldið lengi, huxa ég. Svo er ég farin að HLAKKA VERULEGA TIL að þrífa íbúðina sem við erum að flytja úr, með engu í. Það er nefnilega bara reglulega gaman að þrífa tómar íbúðir.
Ég ætlaði að reyna að koma einhverju skipulagi á hvað ég er að hugsa. Það er ekki að virka neitt.
Best að klára bara hérna, eitthvað, og hringlast svo heim til sín. Að pakka öllum útifötunum sem aldrei eru notuð úr forstofuskápnum...
31.3.11
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég held að þú sért kát með þetta þannig að ég segi: Til hamingju með tímamótin! Og meira af þeim framundan hjá þér ...
Skrifa ummæli