30.3.11

Sníkjur og stelerí!

Kannski hefur þetta alltaf verið svona. Allavega lengi. En ég er að komast að því núna að flest sem mann vantar er hægt að fá ókeypis. Sérstaklega húsgögn. Og tæki. Það er alveg stórmerkilegt. Svo er maður líka ríkari en maður hyggur.

Til dæmis fór ég eitthvað að reyna að þrífa undan tökkunum á tölvunni minni í fyrradag, með þeim afleiðingum að m-ið, sem var búð að vera hundleiðinlegt síðan ég skipti um stað á því, af því að lyklaborði er franskt, varð ennþá leiðinlegra. Enda var ég lengi búin að pæla í að fá mér laust lyklaborð til að hafa í vinnunni. Alltíkei.

Ég hélt náttúrulega að makkar gætu bara brúkað makkalyklaborð og athugaði í makkabúðum og öðrum búðum. Tíuþúsund kall. Ókei... Datt samt í hug að athuga hvort það væri ekki alveg öruggt að það þyrfti spes lyklaborð. Datt í hug í leiðinni að tékka á hvort Bandalagið ætti eitthvað gamalt "spes" lyklaborð. (Minnug þess að það voru alltaf einhver svoleiðis að þvælast fyrir manni í geymslunni í gamla daga.) Jú, menn voru á því að makkar gætu brúkað hvað sem er. Stal lyklaborði sessunautar míns og prófaði, jú, reyndist alveg rétt. Þar að auki búin að fá vilyrði fyrir makkaborði. Auk þess sem lyklaborðið sem er heima hjá mér gæti þá bara virkað, sé það með usb, bara man það ekki, þarf að tékka.

Svo erum við að fara að flytja og svona. Unglingurinn vill losna við ofurmubluna og fá í staðinn rúm, skrifborð og fataskáp. (Ég ætla líka að leggja snyrtipinnanum til borð undir snyrtivörur og hárblásara, svo það verði stundum hægt að míga á heimilinu.) Fór á internetið. Og vitiði hvað? Þetta dót er alltsaman nær eða al ókeypis úti um allan bæ. Bara að sækja það. Ég er ekki einu sinni farin að fara í Góða hirðinn, en á von á að finna heilmargt þar. Og heilmargt þarf líka að fara þangað!

Þetta er nú alveg ljómandi vitrun, í kreppunni.

Engin ummæli: