3.8.11

Japan: Bráðum!

Þetta var sumarfrí. Það var afar óbloggsamt. En þýðingarmikið. (Þ.e.a.s. með miklu af þýðingum.) Nú er ég komin frá Austlandinu og á leiðinni talsvert lengra austureftir á föstudaginn. Asnalega mikið að gera þegar maður er svona einn og yfirgefinn heima hjá sér. Fullt af undirbúningi og stressi við að reyna nú að gleyma engu heima, svo finnur maður ekkert, eins og tildæmis hlaðarann að æpottinum, og hvernig á maður svo sem að vita hvað manni á eftir að detta í hug að nota í einhverju fáránlegu landi þar sem maður skilur ekki einu sinni skiltin?

Þar ku vera viðbjóðslega heitt og rakt úti, en svo er klikkuð loftkæling innandyr þannig að líklega er kvef alveg fyrirsjáanlegt. Hinir sem ég er í samskiptum við og eru að fara á þessa ráðstefnu sitja með sveittan skallan við að stytta fyrirlestrana sína en minn er líklega ekkert of langur. (Bara vondur... segir samviskubitið yfir að hafa ekki verið í allt sumar að skrifa hann og ferðastressið.)

Er búin að setja eitthvað af fötum ofan í tösku, er að reyna að skilja pláss eftir fyrir verslunaræði á fjórum flugvöllum og mögulega líka í verslunum Osaka sjálfum. Þyrfti að gera órstjórnlega margt. Er ekki að nenna neinu. Gæti sofið endalaust. Sófakartaflast samt út í hið óendanlega. Í staðinn fyrir að taka reglulega vel til, eins og ég lofaði.

Allt þarf að gerast á morgun.
Andvarp.

Ætla að vera dugleg að skrifa hér allt skemmtilegt sem gerist í Japan.

Engin ummæli: