23.6.11

Sumarleysa?

Ég fylgist þessa dagana með hitatölum af Austurlandi með umtalsverðum hryllingi. Ef þetta snýst ekki þegar hundadagar byrja erum við að tala um 1993 all over again. Og það var nú ljóta skítasumarið. Og hví skyldi mér ekki vera sama, búandi suðvestanmegin í blíðunni? Jú, eini tíminn þar sem ég hef hugsað mér eitthvað til útivistar í sumar verður austanmegin á landinu, ca. seinnipartinn í júlí. Fúlt ef það verður bara slydda...

Annars er ég að reyna að finna vinnugírinn. Gengur samt ekkert sérstaklega. Það er allt að trufla mig. Til dæmis ætla ég til tannlæknis í dag, mér til skemmtunar og yndisauka, og ætla með litlu ormana í klippingu á morgun. Stóri ormurinn er í Danmörku síðan í gær og verður í viku. Rannsóknarskip spilar golfmót og fer á tónleika í dag, svo Móðurskip þarf að standa sig. Í gær var rúmlegur dagur. Vegna hjartsláttarrugls. Sosum viðbúið að svoleiðis tæki sig upp í kjölfar skólastressins.

Og nú: Anna í Grænuhlíð!

Engin ummæli: