19.1.12

Don't you want me babe? (Or ELSE!)

Undanfarið hef ég verið að lenda í því að heyra aftur tónlist sem mér þótti rómantísk, í æsku. Með batnandi enskukunnáttu og vaxandi reynslu af lífinu hefur síðan ýmislegt... annað komið í ljós.

Byrjum á Police.

„Every breath you take,
every move you make,
every bond you brake (!)
every step you take,
I'll be watching you.“

Hallóóó, eltihrellir... og mögulega mannræningi. Ég hef ekki enn getað litið fjölskyldumanninn og jógaiðkandann Sting réttu auga eftir að ég áttaði mig á merkingu þessa texta. Undir engilblíðri raust og fagurri melódíu hljómar bara: „Oh, can't you see? You belong to me!“

Sæll! Minnir mann á gaurinn sem tjaldaði í garðinum hjá Eivöru og skildi ekki að hún var ekki kærastan hanns. *hryll*

Önnur rómantíks perla féll af stallinum í september. Þetta kom í útvarpinu þegar við hjónin vorum á leið til London í haust. Í fyrstu varð ég harla kát og rómantísk. Svo fór ég að hlusta:

„Follow me, everything's all right,
I'll be the one to tuck you in at night,
and if you wanna leave I can guarantee
that you won't find nobody else like me.“ !!!!!

Hallóóóó, geðsjúki megalómeiníak með föðurkomplexa.

Hlustið á allan textann, þeir sem þora.
Og takið eftir því að betri maður er ekki til... og hún er með samviskubit yfir einhverju... sem þessi mikilmennskubrjálaði yfirráðaseggur myndi fyrirgefa henni, einn manna! (En þá er nú líka eins gott að hana fari ekki einu sinni að LANGA burt!)

Um daginn hrundi enn ein eitís-perlan.
Don't. Don't you want me?
You know I can't believe it when I hear that you won't see me. (!)
Don't don't you want me?
You know I don't believe you when you say that you don't need me. (!)
It's much too late to find,
so you think you've changed your mind?
You better change it back or we will both be sorry! !!!!!!!!!

Halllóóóó, allt ofantalið plús líklega morðingi!

Mammamía.
Eitís: Ekki sérlega góður áratugur fyrir konur. (Allavega ekki ef þær ætluðu að voga sér að dömpa einhverjum... lífshættulegt, mögulega.)

En sem betur fer er þetta nú ekki allt í voða. Alphaville hefndi sín bara á dræsunni sem dömpaði þeim með því að slá í gegn í Japan.
Ekki dýpst í heimi, en allavega nokkurn veginn laust við hótanir og kúgun.
Sjúkk.



1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Las einhvern tímann að Sting hefði aldrei skilið það af hverju fólk var að nota lagið hans þegar það gifti sig og svoleiðis. Það ER um sick ástasambönd og átti að vera krípí. Þú varst bara ekki að fatta það hér í denn ;-) Með hin lögin veit ég ekki en mig hefur lengi grunað að Human League sé líka viljandi að vera krípí.