29.3.03

Jæja, þá hefur þvílík blogggleði gripið um sig hjá öllum (nema Svandísi) að maður verður víst að fara að sýna einhvern smá lit.

Ég er að huxa um að fara á opnun á málverka- og ljóðasýningu úti á flugvelli á eftir og þykjast vera í sex and the city... venda síðan kvæði mínu rækilega í kross í kvöld og fara til Rannveigar að prjóna (Guðrún frá Lundi, aftur.)
Svo er ég að fara til Akureyrar á morgun og verð væntanlega úr bloggsambandi fram að næstu helgi, en þá verður væntanlega búið að taka úr mér allt blóðið og allan heilavökvann.
Núh? Var að fá skilaboð um að Berglind hefði hringt, ætla að hringja í hana NÚNA!
Biðja ekki allir að heilsa...? Hihihi

Engin ummæli: