Var að skila skattframtali! Jibbíkóla! (Það stóð reyndar næstum ekkert á því, en samt, gífurlegt afrek.)
Annars, allt í ljóma hérna í góða veðrinu, við mamma fórum á Reyðarfjörð um helgina og báðum til Alcoa við nýjasta trúartákn Austurlands, skilti með mynd af álveri. Algóður Alcoa var bara kátur, allavega er ennþá sól.
Til að standa undir nafni sem heimasæta er ég síðan farin að prjóna. Ætla að prjóna risastórt bútateppi úr allskonar afgangsgarni sem mamma mín á. (Nauðsynlegt fyrir fólk sem helst ekki á manni, maður verður bara að prjóna sér stórt og flámælt "teppe".)
Semsagt, sat heima með foreldrum mínum alla helgina og prjónaði eins og hverönnur forpipruð fröken. Fannst ég vera í skáldsögu eftir Guðrúnu frá Lundi og var alvarlega að huxa um að fara að baka í frystinn.
Fer vonandi á spítla á Akureyri bráðum, en þá ætla ég að þykjast vera í sjúkrahússögu í rauðu seríunni og hafa augun opin fyrir myndarlegum/óhamingjusömum/þungthöldnumafalheimsáhyggjum læknum. Það er sumsé þema í gangi.
Nú ætla ég að gá hvort einhverjir fleiri hafi læknast af bloggletinni. (Skildi Spunkhildur nokkur frá Tókastöðum til dæmis vera einhvers staðar á lífi...?)
24.3.03
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli