27.3.03

Var að sækja um gífurlega spennandi starf sem kynningarfulltrúi fyrir Kárahnjúkadæmið... ég meina... góð tungumálakunnátta... skrifstofu-eitthvað... fullt af péningum... búseta á Austurlandi... bara stóðst ekki mátið.
Er annars að fara til Akureyris á spíttla á mánudaginn og ætla að segja þeim að nú bara verði þeir að laga mig afffþvíað ég ætla að fara að verða svo gífurlega "important bísnessvúman" í dragt.
Hmm? Því ekki?
Annars er alltaf verið að auglýsa einhverjar gasalega spennandi vinnur hérna þessa dagana. Greinilega allir að farast úr bjartsýni og stórhug, enda verða allir örugglega löngu búnir að eyða öllum virkjunar- og álverspéning löngu áður en hann verður kominn in á nokkurn bankareikning.
Gerum ekki ráð fyrir öðru en dæmigerðri íslenskri yfirdráttarsálfræði.
En, það þýðir ekkert annað en að reyna að græða á þessu. Eins og ég heyrði einn bónda segja í dag: "Það verður náttúrulega bara að auglýsa það almennilega að hér er allt til sölu, dautt sem lifandi..." (Hann var reyndar bara að tala um kjöt og kindur, en þetta getur alveg átt við um mig líka, dauða eða lifandi.)
Jibbíkóla fyrir því.

Engin ummæli: