9.4.03

Gífurlega spennandi dagur. Er búin að ráða mig í smá vinnu hjá henni Rannveigu uppi á safni, hálft starf allavega út maí, sem felst m.a. í því að skrifa fyndna og fræðslukennda barnabók um kotbónda. Hann Karl í Koti er á frumþróunarstigi og á eflaust eftir að verða mjög afturúrkreistingsleg og skrítin skepna.
Semsagt, komin í lífsgæðakapphlaupið, svona smá, og er að verða gífurlega mikilvægur hlekkur í fæðukeðju Austur-Héraðs.

Engin ummæli: