8.4.03

Jæja, laus við hörmungans hausverkinn og bara komin aftur með þetta venjulega "ringl". Það er nú aldeilis fínt, og ég skal aldrei kvarta yfir því framar, eða eins og segir í leikritinu "enginn veit til angurs fyrr en reynir".
Átti annars ágætis afmælisdag, þann dag duttu í heimsókn til mín, fyrir skemmtilega tilviljun, Toggi og Oddur, og skemmtu þeir mér lengi dags með ýmsum spé og spekisögum. Svo er sá síðarnefndi að frumsýna Stútungasögu eftir þann fyrrnefnda með leikfélagi ME á föstudaginn, og þanga ætla ég, enda akkúrat 10 ár síðan ég var formaður þess ágæta leikfélags.
(Bæðevei, allir sem útskrifuðust með mér, við eigum 10 ára útskrifarammæli í vor!!! Kannski heldur Hjalti aðra fyndna ræðu...)
Annars er ekkert gífurlega mikið að gerast. Ég prjóna bara og er að lesa Íslendingasögurnar, búin með Egil Skallagrímsson og er að byrja á Gunnlaugu ormstungu. Suma daga taka ég með fornyrðislagi.
Nú ætla ég að gá hvað allir hinir eru að gera. Er ekki bloggið sniðugt? Ég eiginlega ræð mér ekki.

Engin ummæli: