12.4.03

Jæja.
Þá er ég búin að vera í tvo daga í spennandi vinnunni minni. Ég er búin að vera að reyna að þrífa óþrífanlegt dót, gera við ógeranviðlegt dót, og finna út til hvers allskonar dót er, sem er bara gamalt og enginn veit til hvurs var notað. Ég held helst að menn hafi dundað sér við að smíða allskonar sem gerði ekkert, bara til að rugla fornleifafræðinega, og svoleiðis fólk. Hann Karl í Koti er semsagt að verða skrítnari og skrítnari. Þetta er alltsaman gífurlega skemmtilegt og ég er að huxa um að verða svona gömul og skrítin keeelling sem er alltaf í kjallaranum á minjasafninu að tala við sjálfa mig og taka í nefið þegar ég verð stór.
Svo fór ég að sjá stórskemmtilega leiksýningu hjá Menntaskólanum á Egilsstöðum í gær, en þau voru að setja upp ofbeldisleikinn Stútungasögu eftir Ljótu Hálfvitana og Hjördísi í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar. Var það skemmtan mikil, vel unnin sýning og merkilegur fjandi hvað þetta getur leikið, meira að segja. Ég fattaði að þetta var ammælissýning, ég var nebbnilega formaður í þessu sama leikfélagi fyrir akkúrat 10 árum síðan. (Man einhver eftir "Ef"?, já, það eru orðin 10 ár.)
Ekki eru nú viðburðir kvöldsins þar með upp taldir, við Rannveig skruppum á Hótelbarinn á eftir að fá okkur bjór/kók, þar lenti ég á kjaftatörn við einhverja menntaskólakennara og skrítið fólk, svo þegar ég var farin að huxa mér til heimferðar, þá ruddust inn allir efstu menn á listum Norð-Austur kjördæmis, og ég þurfti aðeins að ræða málin við Halldór Blöndal, og fleiri góða menn, og segja þeim hvernig á nú að vera á þingi.
Kræst, hvað ég vorkenni þeim. Nú þurfa þau öll að vera á þvælingi um landið í mánuð í viðbót, og alltaf þykjast vera jafn áhugasöm um hvað hverjum einasta sótrafti á landinu finnst um tilvist þeirra og persónu, svo maður minnist ekki á stefnumál. Úff.
Annars voru þarna bæði Brynjar Sindri (í framboði fyrir Frjálslynda) og Hjalti Þorkels, þannig að við gátum næstum haldið upp á svona míní 10 ára útskriftarafmæli.
Þetta var sumsé mikið afmæliskvöld. Gaman að því. Ég drakk alveg ÞRJÁ litla bjóra og hef nú fullnægt öllu félagslyndi fyrir svona mánuð.
Jibbíkóla.

Engin ummæli: