17.6.03

Vaknaði á þjóðhátíðardaginn í glaða sólskini í fyrsta sinn í manna minnum. Gífurleg hátíðahöld upphófust á meðan menn voru enn með stírur í augum þar sem farið var í skrúðgöngu í kringum húsið við undirleik Lúð(r)asveitar Bandalagsins, þá flutti fjallkona (Sigríður Karlsdóttir leysti af Sævar Sigurgeirsson í því hlutverki þar sem hann er vita raddlaus) ljóðið Ísland eftir Sævar Sigurgeirsson. Þá söng Þjóðhátíðakór Bandalagsins Þjóðsönginn og fleiri gamla slagara.
Mikið gaman, mikið gott. Mér voru að berast 6 nýjar mikiðergottað vísur eftir téðan Sævar, sem fara væntanlega flestar í bálkinn ógurlega. Sá verður fluttur á kvöldvöku í fullri lengd, sem fer að taka um einnoghálfan tíma í flutningi.

Mottó dagsins: Það er ljótt að vera vondur. En það er nú ekkert miðað við hvað er vont að vera ljótur.

Engin ummæli: