19.6.03

Nöjnöj,
internetið bara vakandi! Það fer mjög eftir vindátt hér um slóðir. Síðan síðast hefur margt borið fyrir augu og eyru, flest náttúrulega óprenthæft. Óvissuferð var farin í gær og brekkusöng haldið uppi alveg lengst fram á nótt. Ég var alveg drullufull. Núna er hins vegar komin rigning og menn stefna á að fara snemma að sofa. Á eftir er kvöldvaka sem ég átti að kynna, af því verður hins vegar ekki sökum raddleysis. Hins vegar er Sævar nokkur Sigurgeirsson, sem ég var upphaflega að leysa af sökum hans raddleysis, víst kominn með sína rödd aftur. Ég hef grun um að hann verði settur í djobbið. Annars eru bara allir í mínum bekk komnir í tímahrak dauðans. Við erum að ganga frá leikritunum sem við erum búin að vera að skrifa til lokalesturs, í hópnum, sem verður í fyrramálið og á laugardagsmorgun. Eftir hádegi á morgun er síðan verkefnið að skrifa örleikrit sem síðan verða leikin af leiknemum og okkur og leikstýrt af leikstjórnarnemum á laugardagseftirmiðdag. Núna gefst ekki einu sinni svigrúm fyrir ritstíflur.
Jammogjá. Best að fara og reyna að reykja slatta áður en kvöldvaka skellur á.

Engin ummæli: