22.12.03

Gleðilegan stysta dag ársins!

Og allir komnir í ískrandi jólaskap. Nú streyma systkini mín og vinir í bæinn sem aldrei fyrr. Á ennþá eftir að gera slatta af hlutum, en nenni þeim ekki. Mig langar miklu meira að skipuleggja hittingar við alla heldur en að sitja heima og föndra með jólapappír og merkimiða. Af hverju er maður aldrei búinn að þessu fyrr, eins og maður ætlar?

Annars á ég eiginlega líka að vera að huxa fyrir því að pakka niður. Ég er að flytja í bæinn föstudaginn 2. janúar, fyrir hádegi. Það vill hins vegar svo skemmtilega til að í öllu millilandaruglinu undanfarin ár þá hefur draslið mitt minnkað alveg svakalega. Akkúrat núna held ég að allt sem ég á komist næstum með flugi á milli staða án þess að fara í yfirvigt! Allavega það sem ég hef með mér hér, eitthvað er í geymslum fyrir sunnan. En þetta er semsagt ein gífurlega jákvæð þróun sem varð á árinu sem er að líða. Nú er draslið mitt allt í einu landi. Um síðustu áramót var það í þrem.

Mér finnst eitt alveg agalegt. Undanfarna daga er búið að vera algjört jólakortaveður. Snjór, falleg birta o.s.fr.v. Í dag er hins vegar komin jólahláka, þannig að snjórinn verður kannski bara farinn þegar Svandís og Jonathan koma á morgun. Það finnst mér mjög slæmt. Þegar fólk kemur alveg frá Frakklandi þá finnst mér alveg lágmark að það fái jólakortaveður.

Engin ummæli: