23.12.03

Hvað er þetta með skötuna?
Ég veit að það er rökrétt að borða eitthvað alveg fokvont rétt fyrir jól svo jólamaturinn bragðist betur í samanburði, en þarf þess eitthvað? Er jólamatur ekki bara ágætur nú á dögum? Ég skil þetta svosem hérna í gamla daga þegar það var kannski farið að slá í hangikjötið sem þar að auki var af sjálfdauðu og skemmd epli voru notuð í millimálasnakk í staðinn fyrir súkkulaði en komm on! Þetta er 21. öldin. Það eru til ísskápar.
Það er allavega skötulykt inni í nefinu á mér. Einstaklega ójóló.

Við Bára erum annars búnar að vera að garfa í Sögu Daganna, en þar er m.a. að finna ýmsan fróðleik um íslenska jólasveina. Minn uppáhalds er Lungnaslettir. Hann hafði þann leiða ávana að berja börn með blautum lungum. Það gerði líka hann Reykjasvælir, en sumar heimildir herma líka að sá hafi verið með lungun utan á skrokknum. Sexý!

Svo veit ég að það er fullt af fólki hérna í bænum sem mig langar svakalega að hitta, en ég bara veit ekki um neinn.
Sennilega spurning um að fara í kuffélagið eftir vinnu... Eða reyna að láta fólk koma í kaffi í vinnuna!
Er að huxa um að beita hugarorkunni við það. Þori ekki að hringja í fólk á Þollák.

Engin ummæli: