8.1.04

Mikið er annars gott þegar manni alls óskyldir menn taka upp á því að fylla mann skepnulegri og skilyrðislausri vellíðan.
Hannes Hólmsteinn bjargaði jólunum mínum með hálfvitalegum ritstuldi. Hrafn Gunnlaugsson áramótunum með verstu mynd sem gerð hefur verið.

Eins og stærðfræðikennarinn minn úr grunnskóla (sem gengur þessa dagana undir nafninu McMurphy) sagði þegar hann var að reyna að útskýra fyrir okkur hvers vegna plústala kemur út þegar maður margfaldar tvær mínustölur:
Þegar eitthvað vont kemur fyrir vondan mann, þá er það gott.

Engin ummæli: