8.1.04

Nokkrir hlutir sem koma beint frá Guði:

- ADSL tengingar
- Kaffi
- Yop og fois gras
- Árið 2005

Þetta síðasta þarfnask e.t.v. útskýringar.
Við faðir minn gerðumst ógurlega forspá um áramótin og bulluðum því upp úr okkur í einhverjum ræðuspuna yfir freyðivíninu að 2004 verðu heldur dauft og tilbreytingalítið ár, enda slétt tala og óspennandi. Ekkert slæmt, en heldur ekkert viðburðaríkt. Hins vegar höfum við trú á því að 2005 verði stórskemmtilegt og klikkað. (Ég sé ekkert því til fyrirstöðu, ég veit um eitt sem verður 2005 en það er leiklistarhátíð á vegum Bandalaxins. Só far só gúd.)
En auðvitað er alltaf mest gaman á prímtöluárum!

Ég finn fyrir tímamismun í Reykjavík og finnst dagurinn vera hrikalega seinn á lappir hérna! Grrrr!

Engin ummæli: