4.2.04

Í gær var dagur aðgerðanna. Ég fór með uppkast að leikriti niður í Þjóðleikhús. Veit svo sem ekki hversu mikið vit er í því, en ég er allavega búin að geraða! Kannski getur hún Melkorka gefið mér einhverja pointera um hvernig ég geri það gott. (Ekki þar með sagt að ég fari endilega eftir því.)

Svo á leiðinni heim raxt ég á frumburð minn frá Frakklandi, lét hann gefa mér kaffi. Svo ræddum við heimsins gögn og nauðsynjar. Mjög gaman að vera mamman í smá stund. Því tengt, ég var að fá fréttapóst frá föður mínum þar sem hann sagði m.a. frá því að móðir mín væri farin að prjóna dúkkur sem hún kallar barnabörn. Þetta finnst honum áhyggjuefni, en mér fyndið. Ef mann langar í barnabörn þá er náttúrulega alveg eins gott að prjóna þau bara, ef börnin manns standa sig ekki! Ég hef líka grun um að prjónuð börn séu þægari en önnur.

Annars veit ég ekki hvað hún er að kvarta. Ég er nú búin að vera einstæð 7 barna móðir síðan í Montpellier, sé reyndar börnin mín næstum aldrei, nema kannski helst þegar honum Sveppa mínum bregður fyrir í sjónvarpinu, oftar en ekki allsberum. Já, sælan að vera móðir.

Æfingar hjá Hugleik standa þvílíkt yfir, og um helgina er baunasúpa! Ég hlakka ógurlega mikið til. Það er alltaf skemmtilegur dagur með söngæfingum og skemmtilegt kvöld með söngvatni. Jibbíkóla! (Sem gæti reyndar verið ágætis nafn á kokteil...)

Er að plana heimsókn til sérans míns seinnipartinn, mér til andlegrar upplyftingar, fróðleiks og föðmunar.

Engin ummæli: