27.2.04

Og nýjir bloggarar hrynja inn.
Eiginmaður minn í þessu leikriti hefur haldið greinargóða dagbók um framvindu ferlisins. Kominn linkur á blinda hnífakastaratröllið El Toro.

Annars mæti ég svo yfirgengilegum skilningi í vinnunni minni að í dag er ég í yfirlýstu frumsýningarfríi og er búin að sofa næstum fram að hádegi. Undarleg tilfinning. Svo halda áfram þrætur á spjalli leiklistarvefsins þar sem sitt sýnist hverjum og einhverjir virðast vera að fara yfirum á tilvist áhugaleikara. Gaman að því.

Komst nú samt ekki upp með að sofa alla leið fram að hádegi þar sem Toggi hringdi í mig og bauð mér að koma í útvarpsviðtal seinnipartinn þar sem á að ræða við okkur nokkur leikritið og málefni líðandi stundar. Klukkan fimm í dag verðum við Toggi, Sævar og Viddi semsagt á Rás 2 að láta segja okkur hvað hefur verið í fréttum. Sparar manni ómakið að þurfa að ná í skottið á alheiminum á sunnudaginn.

Generalprufa í kvöld og ég er alveg örugglega að gleyma einhverju sem ég á að vera að gera. Ekki mikið í því að gera, samt, á meðan ég er enn að stríplast á náttfötunum í Hafnarfirði.

Engin ummæli: