Viðburðarík helgi að baki. Eftir djammríka viku var ekki slegið slöku við. Föstudagur var allur samkvæmt áætlun. Mikið gaman á báðum sýningum. Sérstaklega komu Biskupstungurnar skemmtilega á óvart, eins og reyndar líka síðast þegar ég sá það ágæta félag performera.
Á laugardaxkvöld hittust síðan keellingarnar heima hjá mér og Ástu undir því yfirskini að ætla að nornast. Það fór hins vegar út í svaklega skemmtilegan kjaftagang og rauðvínssull fram yfir miðnætti, hjá mér, lengur hjá sumum. Það leiddi óneitanlega af sér ákveðin heilsufarsleg vandkvæði framan af sunnudegi, en algjörlega þess virði.
Á sunnudaginn flutti síðan Hugleikur í Tjarnarbíó þar sem við síðan renndum okkur einu sinni á rassinum i gegnum allt leikritið. Það hefði alveg getað gengið ver. Svo fór kvöldið í dásamlegan mat hjá tengdó og dásamlegt hálfsofandi DVD gláp með mínum dásemdar unnusta.
Semsagt, hin allra besta ljómandi helgi. Svo er bara eftir lokaspretturinn á vinnslu þessarar ágætu sýningar, næstu tvær vikur verða sumsé dáldið vansvefta og skrítnar. Veit ekki hversu mikið ég blogga alveg á næstunni, en á örugglega eftir að "ná ekki upp í nefið á mér" yfir einhverju, en kannski ekki jafn mörgu og venjulega.
16.2.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli