Á bara að vera rok og rigning það sem eftir er eilífðar? Eða hvað? Allavega búið að vera síðan elstu menn muna og sér ekki fyrir endann á ólátunum. Ég vissi ekki að það væri til svona mikið loft og vatn.
Annars, rólegheitin sem átti að bresta á með eftir frumsýningu urðu ekki, eiginlega bara galið að gera á öllum vígstöðvum. Skólabæklingar fyrir sumarið að fara í póst, Leikfélag Hafnarfjarðar að fara á fullan skrið (var einmitt á leikæfingu þar í gærkvöldi þegar formaður Leikfélags Fljótsdalshéraðs hringdi í mig í misgripum til að boða mig á stjórnarfund hjá því ágæta félagi. Maður getur alltaf á sig blómum bætt...) Helgin stefnir í skemmtilegt óefni, frumsýning hjá Leikfélagi Kópavox á föstudaxkvöld, stjórnarfundur hér á Bandalaginu á laugardag og sýningar hjá Hugleik laugardax og sunnudaxkvöld. Á milli alls þessa mjakast ritgerðin, hægt og sígandi, en hún á einmitt að skilast í uppkastaformi á mánudag.
Og ég er ekki ennþá búin að koma heimaprjónuðu afmælisgjöfunum á afmælisbörnin frá í desember og janúar. Þarf að búa til tíma til að hitta keeellingarnar mínar einhvern tíma áður en þetta ár er úti.
Sipp og hoj...
10.3.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli