Stalst í vinnuna til að prenta aðgöngumiða fyrir Hugleik, hélt ég væri á fínum tíma þangað til ég komst að því mér til mikillar skelfingar að úrið mitt er stopp.
Er þar að auki skelþunn eftir alltof skemmtilegt kvöld með Vinum Dóra.
Semsagt, sýning í kvöld, sem ég er að verða of sein á, rok og rigning úti, verður stuð að þvælast í kringum Tjarnarbíó í skjóllitla búningnum mínum.
Mottó þessarar sýningar er: Allir í beina röð og reyna svo að bjarga handritinu!
A la leikdómur Lárusar á leiklist.is. Það ætlum við einmitt að fara að gera núna.
Skemmtilegir og misjákvæðir leikdómar virðast vera að skila fínni aðsókn, og það er nú gott, Hugleikur er blankur.
Rokk on!
7.3.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli