29.3.04

Já, það eru ekki alltaf jólin.
Stundum eru meira að segja bara að koma páskar og allt í einu galið að gera á öllum vígstöðvum og einhvern vegin öll kvöld og allir dagar skipulagðir til helvítis svo langt sem augað sér.

Algjörlega óleyst vandamál hvernig á að troða smáatriðum inn í dagskrána eins og að fara í sturtu, þvo þvott og hringja í mömmu. Hvað þá að horfa á Völin&Kvölin&Mölin með Hildi og Kára.

Erfitt líf.

Engin ummæli: