Og sumarið er komið... degi of snemma.
Í gær var frumflutt í fyrsta skipti í veröldinni tónverk eftir systur mína. Verkið "Hver tók ostinn minn?" kom fantavel út í flutningi Lúðrasveitar Reykjavíkur og svar flutt með miklum trukki og dýfu. Senunni stal þó eiginlega snillingurinn sem átti örstutt bassaklarinettsóló, hann átti nefnilega 11 ára afmæli og er á stærð við hljóðfæri sitt. Bára átti líka einleik á gullklósettið sitt, og var þar með búin að stela senunni næstum helminginn af prógramminu. Stóð sig eins og hetja og er á góðri leið með að verða frægari en ég. Svo er Dimitri Askinazi náttlega ágætis klarínettleikari, en það er þó ekkert miðað við hvað hann er sætur! Sannkallað augna- og eyrnakonfekt það.
Svo er planið að fara út að borða með fjölskyldunni og fara á Chicago með næstum öllum úr henni annað kvöld. Allt of sjaldan sem maður hittir það fólk þegar það eru ekki jól. Svo er afmælishátíð Hugleiks í Kaffileikhúsinu á Laugardaxkvöld. Þangað fer ég í samfylgd unnustans, sem er að verða soldið útundan í öllu fjölskyldufárinu.
Það er líka rífandi gangur í ritgerðinni þessa dagana, órtúlegt en satt, og ef svo fer sem horfir klára ég það dæmi í maí. Verst hvað ég á erfitt með að halda mig við efnið, er alltaf búin að skrifa helling um stefnur eða kafla í leikritunarsögunni sem mér þykja skemmtilegir, án þess að það komi málinu nokkuð við. En "Við listamenn getum illa haldið okkur við hið jarðbundna" *sveiflar hárínu, listrænt*. En svona í allra fúlustu alvöru þá held ég að það geti bara vel verið að ég útskrifist í sumar. Gæti reyndar sem best trúað að sú athöfn yrði haldin þann 19. júní, en þá hef ég huxað mér að vera norður í Svarfaðardal, ef ég verð komin til landsins.
Auðvitað ætti maður síðan að segja nokkur orð um Björn Bjarnason, af því að það eru allir að því. Mér finnst bara að Karl Ágúst hafi átt fínt komment í því máli í fréttablaðinu þegar hann sagði að Björn Bjarnason væri barn síns tíma.
21.4.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli