Þegar maður nennir ekki að skrifa ritgerð dettur manni ýmislegt skemmtilegt í hug. Eins og t.d að garfa í internetinu, lesa blogg hjá ókunnugu fólki og gúgla öllu sem manni dettur í hug. Ef ég mætti t.d. skila inn öllu sem ég er búin að komast að núna sem er ekki ritgerðartengt, þá væri ég komin með rannsóknarvinnu upp á þúsundir blaðsíðna.
Í dag komst ég t.d. að því að fastapöbburinn minn úti í Montpellier er kominn með þessa líka fínu heimasíðu . Nú þurfa þeir bara að finna leið til að geta selt mér ítalst kaffi á morgnana í gegnum netið. Þeir mættu líka hafa nýjast slúðrið af svæðinu á vefnum sínum.
Svo komst ég líka að því að ég hef verið á framboðslista til aðþingiskosninga. Árið 1999. Fyrir Anarkista. Í 21. sæti. Jahérnahér. Þar með er líklega úti um pólitískan frama. Sjitt. Ég man ekkert eftir þessu og er ekki einu sinni viss um að ég hafi vitað um þetta pólitíska frumhlaup mitt á sínum tíma. Ég hef allavega kosið alveg bandvitlaust...
Jæja, þá er ég búin að "læra" nóg í dag. Best að fara heim að prjóna. Keypti mér svona líka ljómandi lagleg görn áðan.
3.5.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli