16.5.04

Og við höfðum Júróvisíon!
Alltaf jafn ógurlega skemmtilegt og gaman. Gísli Marteinn ógurlega fyndinn, aðallega þegar hann ætlaði ekki að vera það, svosem eins og þegar ann ætlaði að urlast vestur úr því yfir "nágrannapólitík" í stigagjöf. (En ætlaðist nú samt til þess að önnur löng beittu henni gagnvart Íslandi...)

Annars er frekar merkilegt að löndin á Balkanskaga skulu vera að gefa hvert öðru svona "nágrannavinaleg" júróstig. Ekki svo langt síðan þessar þjóðir voru mest í að drepa hver aðra og setja hvers annars konur í nauðgunarbúðir og hvurveithvað.
Kannski eru þetta svona "sorrí" stig.
10-12 stig þýða: "Sorrí að við reyndum að drepa ykkur öll hérna um daginn".
6-8 stig til baka þýða: "Já, alltílagi, sorrí sömuleiðis".
Fá eða engin stig eru síðan móðgun og allt fer aftur í bál og brand. Vinaleg stigagjöf í Júróvision er sumsé lykilatriði til að friður haldist á Balkanskaga.

Ég drakk eina flösku af rauðvíni, með aðstoð drykkjuleik dauðans þar sem ég átti alltaf að drekka þegar Ruslana fékk stig. Það endaði náttlega bara með því að ég datt um koll og dó, druslan hún Ruslana fékk öll stigin. Ég var dauð um miðnætti og held ég sé ennþá full.

Samt er ég eitthvað að myndast við að þykjast ætla að ritgerða... held ég sé nú samt eiginlega ekki að blekkja neinn.

Engin ummæli: