19.5.04

Og hvað gerist ævinlega þegar síst skyldi? Jú, allt. Nú er að koma að því alskemmtilegasta sem fylgir mínu starfi, einþátttungahátíð og maraþon aðalfundur sem að þessu sinni verður haldinn að Húsabakka í Svarfaðardal, sem er einn besti staður í heimi. Og hvað gerist? Jú, það brestu á með nístings-skíta-kulda og ég er langt komin með að fá kvef og hita og allan viðbjóð sem hægt er að ímynda sér. Við erum að reyna að finna út hverju við erum að gleyma og fljúgum norður í fyrramálið og ég veit varla hvað ég heiti eða hvað snýr upp eða niður í þessum heimi. Ætla að reyna að halda þessu í skefjum með rækilegu c-vítamín áti, en verð nú samt trúlega ekkert alveg upp á mitt besta. Fundargerðin gæti orðið full af óráðshjali. Sem væri reyndar trúlega bara skemmtilegt.

Svo gleymdi ég að senda bróður mínum ammliskveðju í gær, litli (næstum) viðskiptafræðingurinn á Akureyri varð 23 ára í gær... Til hamingju, Sigurvin, og í leiðinni til hamingju með þína menn í Enska boltanum! Bara á spjöld sögunnar og læti?

Annars veit ég ekki alveg hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi í dag. Þarf að reyna að láta mér batna seinnipartinn, með öllum tiltækum ráðum. Aðallega með almennri legu.

Engin ummæli: