Er nýbúin að finna hana Jódísi sem er powerbloggari þó það sé sumar. Hún fer í linkasafnið fyrir að vera með meiri ritræpu en ég. Gott mál.
Er búin að vera að garfa í útvarpsþættinum mínum, sem mér finnst núna vondur og trúlega allt of stuttur og er með alvarlega kvíðaröskun yfir þessu öllusaman. Sem er ekki gott af því að ég á að taka hann upp eftir hádegi.
Megrun og fegrun í gangi. Borðaði aðallega kál í gær og er öll miklu mjórri í dag.
Hlakka til að sjá Stútungasögu um helgina, sérstaklega þar sem ég fæ að skrifa umrýni um hana fyrir leiklistarvefinn. Hef ekki slátrað neinu lengi. Veit líka af reynslu að það er best að skrifa gagnrýnir þegar maður er alveg að fara að stinga af til útlanda. Oft vissara að geta aðeins verið í hæfilegri fjarlægð á eftir...
Eftir útvarpsþáttinn ógurlega er síðan náttlega ekkert víst að mér verði hleypt aftur inn í landið...
20.7.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli