30.8.04

Þá er runnin upp síðasta vika af Petruæfingum, næstsíðasti dagur ágústs og ég er alveg að fara að hlakka til jólanna.

Er eitthvað að reyna að skipuleggja nánustu framtíð, búin að bóka stúdíótíma til að taka upp útvarpsþáttinn minn ógurlega í næstu viku, Petrun á hárgreiðslustofu á morgun, er að skrifa áttræðisafmælisgjöf handa ömmu minni, og sitthvað fleira.

Hins vegar er ég með hita í hausnum og held ég sé að verða þvílíkt fár- hund- veik. Og það er ekkert smá bannað, akkúrat núna.

Fór í greiðslumat á föstudaginn, allir eru óðir og uppvægir að lána mér peninga og ég ætti að geta keypt mér íbúð upp á nokkrar grilljónir, svona þegar ég nenni af stað að skoða. Það verður þó trúlega ekki fyrr en í næstu viku. Fella og Hólahverfi líta líklega út til búsetu í nokkuð náinni framtíð.

Jólin koma! Lalala!

Engin ummæli: