18.8.04

Fór í gær og fylgdist með á meðan Hugrún syss verslaði sér flunkunýjan bíl uppá grilljónir. Það veitti mér mikinn innblástur og löngun til að eyða mörgum milljónum í einu. Auk þess gaf hún mér nokkur galdraráð til íbúðaverslunar.

Síðan fór ég heim með grænuna, sem verður nú í minni umsjá, komst að því að hún þarf að fara í skoðun í næsta mánuði og laga þarf eitt og annað. Ojæja. Svo fjarlægði ég úr henni sérvisku formæðra minna, daunillt yfirklæði sem hefur undanfarin 25 ár komið í veg fyrir að sætin eldist í samræmi við annað í ökutæki þessu. Í ljós kom þetta fína sætaáklæði sem lítur út eins og árið sé um 1980. Í tilefni þessa fór ég á smá rúnt með Júriþmix í botni.

Nú er ég að huxa um að hringja í bankastjórann minn og spyrja sem svo:
- Hurðu? Má ég fá milljón til að kaupa mér íbúð?
Ímynda mér að hún svari:
Jájá, ekkert mál! Borgaðu svo bara þegar þú verður rík.

Er þetta ekki líklegt?

Engin ummæli: