17.8.04

Jæjah.
Til að sækja um greiðslumat þarf að hafa afrit af skattframtali.
Betra er að framtalið sé rétt. Og mitt er það ekki. Er búin að senda bréf og gögn til leiðréttingar á skattframtali í morgun. Og svo er bara að bíða. Það er nú eiginlega ekki líklegt að ég fari almennilega af stað á húsnæðismarkaðinn fyrr en um áramót...

Æfingar á Petru minni í fullum gangi. Nú eyði ég kvöldunum mínum í tómum æðisköstum og tilfinningalegum krísum... hmmm... nei annars. Það er ekkert nýtt. Texti er allavega óðum að lærast og persónur eitthvað að finnast.

Og, í þessum orðum skrifuðum hringdi í mig stórgróserinn hún Hugrún systir mín, hún er búin að kaupa sér alveg flunkunýjan bíl og ætlar að sækja hann (í verksmiðjuna?) á eftir. Þar með fæ ég grænu fífí hennar ömmu og verða það nú fagnaðarfundir.

Best að fara á fasteignasíðuna og skoða eignir með bílastæðum...

Engin ummæli: