15.9.04

Þetta með peningana er dularfullt.

Nú er verið að lækka vexti á húsnæðislánum hægri og vinstri. Þar sem ég á ekki hús þá geri ég mér enga grein fyrir því hvað það þýðir, nema þá eitthvað á þá leið að einhverjir hljóta að vera að græða minni peninga.

Svo er ég að fara að taka einhvers konar húsnæðislán, og þá eignast ég fullt af ímynduðum peningum.

Það virðist líka vera nóg af peningum á Íslandi, þrátt fyrir að undanfarin ár höfum við aðeins selt til útlanda einhverjar örfáar fisklufsur en á sama tíma flutt inn ósköpin öll af gallabuxum.

Eru kannski allir peningar í heiminum orðnir ímyndaðir? Er kannski nóg að ákveða að maður eigi fullt, og þá á maður það.

Það væri nú gaman að setjast niður og telja og gá hversu margar krónur í raun og veru eru í heiminum.

Engin ummæli: