16.9.04

Góðir Íslendingar,
til hamingju með nýja forsætisráðherrann!
Líður ekki öllum miklu betur núna?
Er þetta ekki bara allt annað líf?

Bráðum kemur eflaust mikklu betri tíð fyrir vikið með blóm í haga, betri bílum, yngri konum, eldra viskí og meiri péning.

Vona bara að álfurinn hann Halldór verði okkur ekki til skammar og að utanríkiströllið Davíð fari nú ekki alveg yfirum í viðleitni sinni við að styrkja stjórnmálasamband okkar við tippaétandi einræðisherrann í Miðbaugs-Gíneu.

Annars er íbúðaleitin sem ég var búin að hóta endalausri bloggun um í biðstöðu á meðan beðið er örlítið meira peningaflæðis. Og um leið fer náttúrulega ekki hjá því að draumaíbúðin verði alltaf flottari og flottari, staðsetning verður alltaf afmarkaðri og afmarkaðri, og svo eru kröfur farnar að stangast á. Bráðum þarf ég að sætta mig við þá staðreynd að baðherbergi í Hlíðunum eru ekki stór.

Það endar meððessu... Stefni á eigið húsnæði fyrir 2010.

Engin ummæli: