19.10.04

Fauk í vinnuna.
Var alvarlega að huxa um að vera í verkfalli vegna veðurs, á öllum vígstöðvum. Panta tíma hjá ríkissáttasemjara til að semja um veðrið. Fór líka að huxa um allan þennan vind. Hann fer svo hratt að hann hlýtur að hafa farið marga hringi í kringum jörðina síðan í gær. Enda fjúka þakplötur og malbik eins og hráviði um allar jarðir og enginn ræður neitt við neitt.
Og nú er bara um sólarhringur þar til kaup mín á eigins íverustað verður endanlega skjalfestur. Það verður nú ekkert smá viðbjóðslega gaman!
Vona bara að eldgamla húsið mitt standi af sér storminn og fái hvorki þakplötur eða malbik inn um stofugluggann.

Er farin á alla vefi sem eru undir "heimili" á leit.is að skoða leirtau og standlampa.

Engin ummæli: