20.10.04

Nú fékk ég taugaáfall.
Er þar að auki standandi hlessa og kjaftstopp.
Fékk send blóm í vinnuna!
Og fór næstum að grenja.

Allir þeir fjölmörgu sem hafa reynt að telja mér trú um, í gegnum tíðina, að rómantíkin sé dauð og úrelt í heiminum skulu hér með gerðir afturreka með orð sín og fá að éta þau ofan í sig með siginni grásleppu.

Nú ætla ég út í bæ og spóka mig í sólinni, nokkrum metrum fyrir ofan jörðina.

Engin ummæli: