31.1.05

Og nú þarf að plögga smá. Fyrir þá sem af misstu í síðustu umferð:

Sinfónían Hver tók ostinn minn? eftir Báru Sigurjónsdóttir verður flutt (ásamt fleiru) í Borgarleikhúsinu miðvikudagskvöldið 2. febrúar klukkan 22.00. Tónleikarnir eru hluti af Myrkum músíkdögum. Verkið er frumraun höfundar á tónsmíðasviðinu og er byggt á amerísku sjálfshjálparbókinni "Who moved my cheese?"

Aðeins er áætlaður þessi eini flutningur. EVER. Svo ef menn vilja verða vitni að þessu, drífa sig núna!

Og

Sýningar eru að hefjast aftur á Memento Mori. Gjöriðisvovel.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sökum landfræðilegra hindrana kemst ég ekki á Ostinn, sniff sniff. Viltu klappa tónskáldinu þétt á öxl frá mér?
Agnes