1.2.05

Það er bara kominn febrúar! Allt í einu! Það er alveg að koma sumar!

Var að þvælast um Hugleixvefinn í gær og fann þar fagran söng míns einkatenórs, og annarra. (Ef grannt er hlustað má greina hljómfagra heiðríkju Rannsóknarskipsins, innan um Rúnar Togga og Sævar.)

Það er helst í fréttum að í gær fjárfesti ég í ryksugu, til að gleðja móður mína.

Og svo heyrði ég einn góðan á leikæfingu í gærkvöldi.
Heyrt í saumaklúbbi:
Kona: Heyriði, stelpur, vitiði hvað? Við erum þrettán! Alveg eins og dvergarnir sjö!

Orð daxins er fordild.

2 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Lítið gleður vesælan. Allavega bjargaði þetta deginum hjá mér.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir komuna!! Alltaf gaman að sjááá þig ljúfan!!
knús Halla