22.2.05

Er búin að komast að ýmsu í dag.

- Það er hægt að senda fólk í sprautun á Íslandi, þurfi það að skipta um kynþátt.
- Það er engin einföld leið til að taka strætó úr Síðumúla í Vatnagarða.
- Það er ekki jafn einfalt og það virðist í fyrstu að búa til marokkóskan fána.
- Ef rafmagnsljósið byrjar að loga stanslaust í bílnum manns, borgar sig að fara með hann strax til læknis. Ekki bíða þangað til hann deyr allt í einu, einhvers staðar útí bæ. Það er vesen.
- Það borgar sig ekki að skilja veskið sitt eftir einhvers staðar langt í burtu, þegar bíllinn manns er dáinn einhvers staðar úti í bæ. Ávísun á ýmis ófyrirséð vandræði.
- Vínber geta verið fyndin.

Þetta eru alltsaman miklar staðreyndir.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Yfirskilvitlegt innsæi mitt segir mér að margar þessara uppgötvana tengist aðstoðarleikstjórn Aðfaranætur...

Bestu kveðjur frá Köben til leikhópsins.

Gummi Erlings sagði...

Manni getur auk þess orðið ansi bumbult á vínberjum...

Nafnlaus sagði...

Svo ekki sé minnst á hóstaköst og raddmissi.