21.2.05

Var svo uppnumin af rómantík að ég gleymdi að rapportera afspyrnuskemmtilegt föstudaxkvöld. Það hefur verið til siðs undanfarið að koma saman í heimkynnum Fangoríu á föstudaxkvöldum og horfa á Ædolið. Þetta hafa jafnan verið hinar stóískustu skemmtanir, skrafað, prjónar, geispað og síðan, nema leið hafi legið á einhverja tónleikana, farið heim.

Síðasta föstudaxkvöld gerðust hins vegar undarlegir hlutir. Hvort sem um var að kenna "lifandi tónlistarmönnum" í ædolinu, eða því að söngvarar höfðu "oxið" (hvorutveggja úr orðabanka Bubba), þá endaði kvöldið á hamslausu áti á frosnum jellósjotts frá áramótum og gífurlegum tilþrifum í singstar!

Ýmis atvik voru meiraðsegja fest á filmu.

Engin ummæli: